ég er mamma.
við vöknuðum í morgun um kl.6 en ákvaðum að það væri alltof snemmt að hefja sunnudaginn þá svo við lögðum okkur aftur og sváfum til rúmlega átta. þá fórum við niður og suðum vatn, kveiktum á sveppa og teletubbies, mixuðum kaffi og borðuðum morgunmat. eftir að hafa klárað allan matinn þá lásum við bamba, lékum við dótið og horfðum aðeins meira á stubbana. eftir allt þetta var komin tími á blund. við skelltum okkur í kerruna og út að' labba.
við erum að tala um að allt þetta gerðist á milli kl.8 og 10. nú er hann úti í kerru rétt að losa svefn og rumska og ég er inni búin að taka mig til, fara í göngutúr, lesa blöðin og veraldarvefinn og spá og spöglera í því hver heimurinn er skrýtinn.
allt fyrir kl.10 á sunnudagsmorgni.
merkilegt.
særún frænka skrapp til boston að hjálpa eiríku frænku með nýja húsið og ég var beðin um að vera mamma.
ALGER SNILLD!
þannig yfir helgina hef ég stokkið í líf frænku minnar og fengið draumahúsið, fínan bíl og fallegt barn. vantaði bara 1 hlut í fjölskylduna en who has it all?
þetta er búið að vera mjög fræðandi og skemmtilegt. sérstaklega þykir mér skemmtilegt þegar við lesum saman og hann lærir hvaða dýr er hvað....
þetta er öðruvísi.
blogga á milli kúra hjá honum. allur dagurinn skipulagður eftir einhverjum öðrum og svefnmynstri hans...
þetta reyndar var líf mitt þegar égbjó í LA. þá var allur dagurinn hólfaður niður eftir morgunmat, hádegismat, eftirmiðdagssblundi og kvöldmat. ég var búin að gleyma hversu gaman þetta getur verið. reyndar er alltaf hægt að segja að grasið sé grænna hinu megin en í þessu tilfelli þá vil ég prufa að vera á beit hérna megin. kannski ekki akkúrat núna en pottþétt einhver tíma.
frænka á ofsa fínan bíl sem ég fékk að hafa yfir helgina. oh my oh my, mig langar í svona fínan bíl. mér finnst bara eins og ég eigi ofur fallega skó eða eyrnalokka, þetta er bara annar aukahlutur við átfittið.
efnishyggjan ætlaði að éta mig lifandi.
fór á vísindakaffi í vikunni. mjög áhugaverður fyrirlestur um svefnmynstur þar sem ég komst að því að ég er í hópi minnihluta mannkyns sem er afskaplega svefnþurfi. einnig lærði ég að hamingja eykst ekki hlutfallslega eftir því meira sem við þénum, það er stopp punktur á tengls hamingju og peninga.
já lífið í keflavíkinni er gott eins og veðrið. ég var að spá hvort ég og litli ættum að spóka okkur í menningunni í dag.. hef ekki alveg ákveðið mig en það gæti vissulega verið gaman að kíkja með hann sem nýjasta aukahlutinn við átfittið. það virðist nefnilega vera afar heitt að eiga lítið stylish barn. kannski ég geri það bara.
mig dreymdi sama drauminn í nótt og mig hefur dreymt 4000 sinnum. yfirleitt er hann um útskrift eða giftingu. í nótt var það gifting. mig dreymdi að ég hefði gleymt að skreyta salinn og gestirnir voru byrjaðir að mæta og ég var ekki einu sinni klædd. þetta hlýtur að tengjast útskriftarpartíinu mínu, getur bara ekki annað verið.
ég var svo glöð að skila inn ritgerðinni innbundni í seinustu viku og sjá svo nafnið mitt á útskriftarlistanum...vííí. einkunn kemur svo í þessari viku.
ég er komin með listamann í gerð boðskortsins, jóna er yfir skreytingarnefndinni og arna er að sérsauma á mig kjól :)
best að sinna blessuðu barninu
siggadögg
- sem ætlar að lifa eftir mottóinu ,,undir promise and over deliever"-
sunnudagur, september 30
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hæ sæta!!
Nú er ég alltaf að kíkja á þig :o)
Til lukku með að vera búin að skila ritgerðinni- ég vissi að þú gætir þetta :o)
Kveðja
Rósalind og strákaflóðið...
Þú verður klædd í útskriftarpartýinu þínu, engar áhyggjur.
Heitir listamaðurinn Rakel?
ash
reyndar listamaðurinn í þessu tilfelli AnnaRakel the graphic designer en vonandi gleður yndið hún rakel mig með nokkrum burstastrokum...
Mig dreymir alltaf svona drauma líka, ég man einmitt að við áttum góðar samræður um það.
Skrifa ummæli